18c309d6-d8d4-4e1f-988f-5e6ac508451a_L.jpg
 

Flughátíðin á Hellu

Hápunktur

sumarsins

12 - 14 júlí 2024

 

Allt sem flýgur

Flughátíðin allt sem flýgur hefur vaxið með hverju ári og nú er það svo að hátíðin er ómissandi hluti af sumrinu hjá mörgum. Allt sem flýgur er í loftinu og félagsskapurinn frábær.

Á hátíðinni gefst þér tækifæri á að kynnast fluginu með einstökum hætti. Svæðið er ein samfelld flugsýning frá föstudegi til sunnudags og getur þú skoðað vélarnar, setið við flugbrautina, fylgst með alls konar loftförum á svæðinu leika listir sínar og notið sólarinnar á sama tíma.

Það verða vélar í lofti og fólk á ferli alla helgina. Hápunktur krakkanna er karamellukastið á laugardeginum þar sem sælgæti rignir yfir svæðið og allir safna því sem þeir geta, um kvöldið mæta svo gestir hátíðarinnar á ekta íslenska kvöldvöku í flugskýlinu.

Auk þess verða á svæðinu fjölbreytt flugtengd skemmtun svo sem flugdrekar, flugvélar til þess að skoða, litli flugturninn, o.fl.

Komdu á Hellu í júlí og njóttu flugsumarsins eins og það gerist best. Við hlökkum til þess að sjá þig!

 

Flugmálafélag Íslands

 

Dagsetning

12 - 14 júlí 2024

 

Staðsetning

Flugvöllurinn á Hellu

Leiðbeiningar
 

Aðgangseyrir

Enginn

Allir velkomnir

 

 

Dagskrá

´Hátíðin er opin flughátíð þar sem flugvélar af öllum stærðum og gerðum eru á flugi meira og minna alla helgina. Það er því stanslaus dagskrá í loftinu á svæðinu.

 

Föstudagur

Dagur

Gestir mæta á svæðið og koma sér fyrir.

Flugvélar mæta hver á fætur annarri.

Kvöld

Engin formleg dagskrá.

Laugardagur

Dagur

Samfelld flugsýning frá 12-18 þar sem flugvélar af öllum gerðum taka á loft, lenda og sýna listir sínar yfir svæðinu.

Kvöld

18:00-20:00 Sameiginleg grillveisla
22:00 Kvöldvaka í flugskýlinu

Hljómsveitin spilar í skýlinu.

Sunnudagur

Dagur

Flugvélar leggja af stað til síns heima.

Gestir taka saman og fara heim.

 
 
 

Íslandsmóti í flugi

Íslandsmótið í flugi verður haldið dagana fyrir flughátíðina á Helluflugvelli.

Mótið er sérstaklega hugsað fyrir almenna flugmenn og aðstoðarflugmenn sem vilja taka þátt, skemmta sér og gera sitt besta í flugþrautum.

 

 

Kort af svæðinu

Einfalt er að komast á svæðið. Þegar komið er frá Reykjavík er keyrt í gegnum Hellu og beygt til vinstri þegar komið er fram hjá Holtakjúklingi við þjóðveginn.