Kæri keppandi
Það er okkur í Flugmálafélaginu sérstök ánægja að bjóða þér á Íslandsmótið í flugi nú þegar flugáhugi er í sögulegum hæðum. Að keppa í flugi er mjög skemmtilegt og má líkja því við tvíliðakeppni öðrum íþróttum því þú getur haft með þér aðstoðarflugmann um borð!
Þrautirnar eru fjölbreyttar og á valdi allra flugmanna.
Við hlökkum til að sjá þig á Hellu!
Dagskrá
ATH:
Dagskrá getur hliðast vegna veðurs og eru breytingar tilkynntar jafn óðum og þær eru ákveðnar.
Röð eða samsetning þrauta gæti breyst vegna veðurs og verður það auglýst rétt fyrir keppni.
Þraut 1 - 5 júlí, þriðjudagur,
Lendingarkeppni. Keppnin gegnur út á að taka á loft og lenda á sem stuttri vegalengd. Það er mikið nákvæmnisverk og krefst mikillar tækni. Þá má búast við því að keppt verði jafnframt í tíma frá flugtaki til lendingar en þá reynir á hæfni keppanda við að stýra orku loftfarsins.
18:00 - Undirbúningsfundur í flugturninum á Hellu
19:00 - Keppni hefst fyrir framan flugstöðina á Hellu.
22:00 - Keppni lokið.
Þraut 2 - 6. júlí, miðvikudagur,
18:00 - Undirbúningsfundur fyrir þraut 2. Keppendur mæta í flugstöðina á Hellu.
Þraut 3 - 7. júlí fimmtudagur
18:00 - Undirbúningsfundur fyrir þraut 3. Keppendur mæta í flugstöðina á Hellu
Þraut 4 - 8. júlí Föstudagur
18:00 - Undirbúningsfundur fyrir þraut 4. Keppendur mæta í flugstöðina á Hellu.
ATH: Að mótinu loknu tekur við Flughátíðin á Hellu sem stendur fram á sunnudag.
Keppendur
Flugmenn
Aðstoðarflugmenn
Allir flugmenn eru velkomnir á mótið og er mikilvægt að skilja að mótið er fyrir almenna flugmenn sem hafa gaman af flugi. Mótið er skemmtilegt og ekki stíft á nokkurn hátt. Engin krafa er gerð um að menn séu nýbúnir að læra siglingafræði eða vanir í blindflugli til þess að taka þátt. Þetta er keppni fyrir almenna flugmenn og eitt af markmiðum mótsins er að hafa gaman.
Hver vél má hafa flugmann og aðstoðarflugmann um borð. Þeir keppa sem par og fá verðlaun sem par.
Kröfur til flugmanna
Að hafa lokið flugprófi
Kröfur til aðstoðarflugmanna
Engar
Þátttökugjald
Þátttakendur greiða ekki þátttökugjald.
Þáttökugjald: 0 kr.
Flugvélar
Keppt er í tveimur flokkum að þessu sinni. Ástæða þess að keppt er í tveimur flokkum er stigsmunur loftfaranna.
Vélar með og undir 600kg hámarks flugtaksþyngd
Þáttökurétt hafa allar skráðar með gilt lofthæfisskírteini og aðra pappíra.
Vélar Yfir 600kg hámarks flugtaksþyngd
Þáttökurétt hafa allar skráðar með gilt lofthæfisskírteini og aðra pappíra..
Verðlaun
Fjölbreytt verðlaun verða veitt að móti loknu fyrir árangur á ýmsum sviðum þrautanna.
Íslandsmeistari karla og kvenna í hvorum flokki verður útnefndur.
Staðsetning
Mótið fer fram á Helluflugvelli. Svæðið opnar að morgni dags 6. júlí og verður opið fyrir keppendur og aðra gesti fram á sunnudaginn 11. júlí. Tjaldstæði fyrir tjöld, fellihýsi, hjólhýsi o.fl. er ókeypis fyrir keppendur. Rafmagn og salerni er á svæðinu.
Skráning
Til að skrá sig á mótið er best að hafa samband við mótstjóra, Ágúst Guðmundsson, í síma 892-9882 eða ag@teigar.net . Þá er einnig hægt að taka þátt í einstökum keppnum en það nægir að mæta á tilsettum tíma þá daga sem er keppt.
Íslandsmótið heldur úti atburði á facebook sem hægt er að fylgjast með.